Það sem þú þarft: 

1 miðlungs stórt blómkálshöfuð

150 g mozzarella með pipar frá Örnu

1 egg

1/4 tsk sjávarsalt

1/4 tsk hvítlauksduft

1/2 tsk oregano

Chorizo pylsa í sneiðum

Rifinn mozzarella frá Örnu

Klettasalat

Parmesanostur

Aðferð: 

  1. Hakkið blómkálið mjög smátt í matvinnsluvél, þar til það er orðið að fíngerðum blómkálsgrjónum
  2. Setjið blómkálið í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið á hæsta hita í 5-6 mín
  3. Takið skálina út, passið ykkur að vera í ofnhönskum. Setjið blómkálið á hreint viskustykki og kælið aðeins. Pakkið blómkálinu inn í viskustykkið og vindið uppá það. Reynið að vinda allan vökva úr kálinu. Því þurrara sem það er því betra.
  4. Setjið blómkálið í skál og bætið við osti, eggi og kryddum. Hrærið vel saman. Gott er að nota hendurnar til þess að hnoða öllu saman.
  5. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, setjið deigið á plötuna og mótið pizzamotn sem er sirka 12-14 cm.
  6. Hitiið ofninn í 220°C og bakið botninn í 15 mín. takið botninn út og snúið honum við og bakið áfram í 3 mín.
  7. Takið botninn úr út ofninum og setjið pizzasósu, mozzarella frá Örnu eftir smekk og raðið chorizo sneiðum ofan á.
  8. Setjið aftur inn í ofn og bakið þar til osturinn er orðinn gylltur.