Jólajógúrtin eru komin í verslanir

Jólajógúrtin frá Örnu eru komin í verslanir um land allt!

Á aðventunni ilmar framleiðslan hjá okkur í Bolungarvík af jólum. Jólavörurnar frá Örnu í ár eru annars vegar jólajógúrt bragðbætt með eplum og kanil og hins vegar jólajógúrt bragðbætt með piparkökubragði.

Báðar eru fáanlegar í verslunum um land allt í takmörkuðu upplagi fram til jóla, eða á meðan birgðir endast.