Það sem þarf:

Örnu fernujógúrt með stevíu, jarðaberja
2 msk haframjöl
1 msk chia fræ
½ banani
Nokkur jarðaber
Kókosflögur.
Örnu léttmjólk

Aðferð:

Byrjað er á að setja smá af jógúrti í botninn, því næst haframjöl og chiafræ. Þá eru sett meira af jógúrtinu aftur, hellt smá af léttmjólk yfir og síðan skreytt með niðurskornum jarðaberjum og bönunum. Gott er að toppa herlegheitin með kókosflögum.

Mjög gott er að gera samskonar hræring með hreinni Örnu fernujógúrt.