Það sem þarf:

 • ½ banani
 • ½ kíví
 • 1 msk chia fræ
 • 2 msk hafrar
 • 3 msk grísk jógúrt
 • ½ dl mjólk
 • 10-15 vínber

Aðferð: 

 1. Stappið bananann og kívíið niður, setjið í skál og blandið chia fræjum og höfrum saman við.
 2. Blandið gríska jógúrtinu fyrst saman við og svo mjólkinni.
 3. Færið yfir í krukku og geymið í ísskáp í 30 mín eða yfir nótt.
 4. Setjið 10-15 vínber yfir áður en borðað.

Uppskrift og myndir: Linda Ben – http://lindaben.is/recipes/jogurt-og-avaxta-grautur/