Þessa uppskrift gerði engin önnur en hún Linda Ben fyrir okkur en hér hefur hún tekið uppskriftina af gömlu góðu jógúrt möffins kökunum sem við þekkjum flest og uppfært hana og kemur mjög vel út að nota grísku jógúrtina með kaffi og súkkulaði í uppskriftina 🙂

Hráefni: 

4 ½ dl sykur

3 stk egg

1 tsk vanilludropar

6 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

¼ tsk salt

230 g brætt smjör/smjörlíki

200 g grísk jógúrt með súkkulaði og kaffi

100 g súkkulaði spænir, dökkur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180ºC
  2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna.
  3. Hrærið saman sykur og egg þar til létt og ljóst. Bætið vanilludropunum út í og blandið saman.
  4. Bætið því næst út hveiti, lyftidufti og salti, blandið því saman við ásamt smjörinu/smjörlíkinu og gríska jógúrtinu.
  5. Blandið súkkulaðispæninum varlega saman við með sleikju.
  6. Raðið muffins pappírsformum i muffins álbakka (mikilvægt svo kökurnar missi ekki lögun í ofninum og bakist allar jafnt), fyllið hvert pappírsform upp 2/3, bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

Uppskrift og myndir: Linda Ben https://lindaben.is/recipes/gomlu-godu-jogurt-moffins-kokurnar/