-, Laktósafríar uppskriftir-Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab mjólk og ferskum berjum

Íslenskar pönnukökur með rjóma, ab mjólk og ferskum berjum

Það er alltaf tilefni fyrir pönnukökur með rjóma! Það getur þó verið skemmtilegt að breyta til frá þeim hefðbundnu og fara nýjar leiðir.

Þessa útgáfu af íslenskum pönnukökum með rjóma, þykk ab mjólk og ferskum berjum gerði hún Linda Ben fyrir okkur en hún heldur úti blogginu http://www.lindaben.is

Þessi útgáfa er skemmtileg tilbreyting og við mælum hiklaust með að þú prófir ! 🙂

Íslenskar pönnukökur, þessar hefðbundnu

Hráefni í pönnukökur: 
4 dl hveiti

1/2 tsk salt

1/2 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

2 egg

2 tsk vanilludropar

50 g brætt smjör/smjörlíki

Mjólk eftir þörfum

Aðferð: 

  1. Byrjið á að bræða smjörið á pönnukökupönnunni, passið að hita það ekki of mikið þannig að það brenni.
  2. Setjið hveiti, salt, matarsóda, lyftiduft, egg og vanilludropa í stóra skál.
  3. Þegar smjörið hefur kólnað örlítið helliði því yfir.
  4. Hellið mjólk út á og hrærið öllu saman, bætið mjólk út í þangað til deigið verður mjög þunn fljótandi.
  5. Þerrið það mesta af smjörinu af pönnunni og hitið pönnuna miðlungs heita.
  6. Hellið deiginu á pönnukökupönnuna, mjög þunnt, steikið pönnukökuna þangað til hún er orðin gullinbrún undir, snúið henni þá við og steikið hinu megin.

 

Rjómafylling: 

Hráefni í fyllingu

250 ml rjómi

1 dós þykk AB mjólk með rabbabara og jarðaberjum

5 – 10 fersk jarðaber

2 dl fersk bláber (+ fleiri til að skreyta með)

Flórsykur til að sigta yfir

Fíkjur (má sleppa)

 

Aðferð: 

1. Steikið pönnukökurnar

2. Þeytið rjómann og hrærið þykk AB mjólkinni varlega saman við með sleikju.

3. Skerið jarðaberin niður í teninga og blandið þeim saman við rjómann ásamt bláberjunum.

4. Setjið um það bil 2 msk af fyllingu á annan helming pönnukökunnar og brjótið hana svo í fjórðung.

5. Það er gott að siga svolítið af flórsykri yfir og skreyta með fleiri bláberjum og jafnvel ferskum fíkjum.