Það sem þarf:

200 gr.Suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
1 l. laktósafrí Örnu-nýmjólk
2 bollar vatn

Laktósafrír Örnu-rjómi

Aðferð :

Skref 1. Setjið súkkulaðið og vatn í pott og bræðið við vægan hita.
Skref 2. Hitið mjólkina upp að suðumarki.
Skref 3. Blandið mjólkinni varlega saman við súkkulaðiblönduna og hrærið í á meðan.

Þá er súkkulaðið tilbúið og þá vantar bara að þeyta ljúffengan laktósafrían rjóma og setja út í.