Þessir hafraklattar eru ekki bara fljótlegir að útbúa, þeir eru sérstaklega bragðgóðir og hollir líka. 🙂

Það sem þú þarft:

2 og 1/4 dl haframjöl

1/2 dl möndlumjöl (gróft malaðar möndluflögur virka flott)

1/2 dl möluð hörfræ eða chia fræ (líka hægt að nota bæði ef þú átt báðar tegundirnar til)

1 tsk lyftiduft

klípa af salti

1 og 1/2 tsk kanill

1/2 dl hunang

3 msk bragðlítil olía

120 ml vanillu Þykk AB-mjólk

1/2 dl rúsínur (má sleppa)

1/2 dl saxaðar pekanhnetur

Aðferð: 

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
  2. Blandið saman haframjöli, möndlumjöli, fræjum, lyftidufti, salti og kanil.
  3. Bætið saman við hunangi, olíu, AB-mjólk, rúsínum og pekanhnetum, blandið saman við.
  4. Setjið smjörpappír á ofnplötu og útbúið kökur úr deiginu (1 kaka = 1 msk deig). Bakið kökurnar inn í ofni í 15 mín.

Myndir og uppskrift: Linda Ben http://lindaben.is/recipes/hollir-og-ljuffengir-morgun-hafraklattar/