Í kökuna sjálfa þá þarft þú: 

 • 5 dl smátt saxaður ananas
 • 5 dl rifnar gulrætur
 • 2 dl smátt saxaðar valhnetur
 • 4½ dl hveiti
 • 1½ tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 3 tsk kanill
 • ¾ tsk múskat
 • ¾ tsk salt
 • 3½ dl púðursykur
 • 1¾ dl grískt jógúrt frá Örnu
 • 1 dl bragðlítil grænmetisolía
 • 3 egg
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð: 

 1. Kveikið á ofninu og stillið hann á 175ºC.
 2. Kreistið safann mjög vel úr ananasnum, setjið í skál og blandið saman við gulrótum og valhnetum.
 3. Setjið púðursykur, jógúrt, olíu, egg og vanilludropa í skál og hrærið saman. Blandið saman hveitinu, matarsóda, lyftidufti, kanil, múskati og salti í skál og hrærið. Blandið hveitiblöndunni rólega sama við eggjablönduna.
 4. Blandið gulróta blönduna saman við deigið.
 5. Smyrjið tvö 20 cm form og skiptið deiginu á milli, bakið í um það bil 35 mín eða þangað til kökurnar eru bakaðar í gegn. Kælið kökuna og útbúið kremið.

Í rjómaostakremið þá þarft þú: 

 1. 200 g smjörlíki/smjör
 2. 200 g vegan rjómaostur (eða annar laktósafrír rjómaostur – einfalt er þó einnig að útbúa sjálfur laktósafrían rjómaost, sjá uppskrift hér: https://arna.is/laktosafrir-rjomaostur/
 3. 400 g flósykur
 4. 250 g bláber

Aðferð: 

 1. Hrærið smjörlíkið og rjómaostinn vel saman, bætið svo flórsykrinum varlega saman við. Hrærið vel þangað til kremið verður létt og loftmikið.
 2. Setjið 1/3 af kreminu á milli kökubotnanna og restina smyrjið svo á toppinn á kökunni og á hliðarnar.
 3. Skreytið toppinn og botninn á kökunni með bláberjum.