Hreina, gríska jógúrtin okkar er ekki bara holl heldur einstaklega bragðgóð og áferðin er þykk og rjómakennd.

Þessi uppskrift af múslí og gríska jógúrtin eru dásamleg tvenna.

Innihaldsefni: 

2 bollar haframjöl

1/2 bolli saxaðar möndlur

1/2 bolli kínóa

1/4 bolli graskersfræ

1/4 bolli sólblómafræ

1 msk hunang

1 msk hlynsíróp

1 msk kókosolía, fljótandi

1 tsk vanilludropar

1 klípa salt

1/2 tsk kanill

 

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C
  2. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og passið að þurrefnin blandist vel saman við þau fljótandi.
  3. Setjið bökunarpappír á plötu og dreifið blöndunni á plötuna svo að úr verði þunnt lag.
  4. Bakið í 10-15 mín eða þar til blandan er orðin gullinbrún.
  5. Kælið blönduna og njótið.

Múslíið geymist í loftþéttu boxi eða glerkrukku í allt að tvær vikur.

Setjið c.a. 200 g. (Ein lítil dós eða 1/2 stór) af hreinni, grískri jógúrt í skál og blandið saman við múslí.

Svo er bara að njóta, einfalt og gott! 🙂