Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir tók ostasalat á annað stig með þessari girnilegu og spennandi uppskrift af feta ostasalati sem hún útbjó fyrir okkur.

Hráefni: 

1 msk grísk jógúrt

1 krukka feta ostur, skilja sem mest af olíu eftir

2 hvítlauksgeirar

1 lítil appelsínugul paprika, smátt skorin

1/2 rauðlaukur, smátt skorinn

Svartur pipar

1 dl fersk steinselja

Aðferð: 

  1. Blandið saman grískri jógúrt, feta osti (sem minnst af olíunni), smátt skorinni papriku og smátt skornum rauðlauki í skál.
  2. Kryddið með svörtum pipar og blandið saman við ferskri steinselju.Myndir og myndband: Linda Ben http://lindaben.is/recipes/feta-ostasalat-myndband/