Þessi ferska salsa er eitthvað annað gott og er frábær viðbót við taco og fahitas veisluna, nú eða bara ein og sér með snakki. Það er hún Linda Ben sem útbjó þessa uppskrift fyrir okkur, sjá nánar hér: http://lindaben.is/recipes/ferskt-avocado-og-fetaosts-salsa/

Það sem þarf

2 dl smátt skornir tómatar

2 stór avocadó, skorin í bita

1/3 rauðlaukur, smátt skorinn

1 vorlaukur, smátt skorinn

1 dl ferkst kóríander, smátt skorið

safi úr ½ sítrónu

1 krukka fetaostur

Klípa af salti

Aðferð:

Blandið öllu saman í skál og berið fram. Tilvalið með snakki, í taco´s og/eða fahitas 🙂