Uppskriftirnar sem að koma úr eldhúsinu hjá Lindu Ben eru hver annarri girnilegri og er þessi engin undantekning! 🙂

Linda kemur þessu vel í orð fyrir okkur: “Það er svo einfalt að grilla sér pizzu í steypujárns pönnu. Það eina sem þarf að gera er að hafa grillið vel heitt og halda því sem mest lokuðu á meðan verið er að grilla svo hitinn leiki um alla pizzuna, ekki bara botninn.

Pizzu botninn verður stökkari þegar pizzur eru grillaðar í steypujárns pönnum og það verður allt einhvernveginn miklu meira djúsí.

Rifnu ostarnir frá Örnu eru frábærir á pizzur, þeir teygjast vel og bráðna æðislega. Hægt er að breyta til og nota rifinn ost með pipar til að fá svolítið meira “kick” í pizzuna.

Ég toppaði svo þessa pizzu með hvítlauks kryddosti. Ég elska kryddostana frá Örnu því þeir eru að sjálfsögðu mjög bragðgóðir og mér finnst þeir bráðna betur en aðrir kryddostar, svo finnst mér umbúðirnar frábærar, ég alveg elska að það sé hægt að loka þeim aftur.”

Ath! Uppskrift, myndir og texti frá Lindu Ben: https://lindaben.is/recipes/einfold-grillud-pizza-i-steypujarns-ponnu/

Einföld grilluð pizza í steypujárns pönnu: 

Það sem þarf: 

Stór steypujárns panna

Filippo Berio ólífu olía

Pizzadeig

Hunt’s pizzasósa

Rifinn ostur frá Örnu Mjólkurvörum

Skinka

Pepperóní

Sveppir

Rauð paprika

Hvítlauks kryddostur frá Örnu mjólkurvörum

Aðferð: 

  1. Kveikið á grillinu og stillið á háan hita
  2. Setjið u.þ.b. 1 msk ólífu olía á pönnuna, fletjið úr pizzadeigið þannig að það er passi ofan í pönnuna, það er gott að hafa það þykkara við endana.
  3. Setjið sósuna á deigið og því næst vel af rifnum osti. Skerið áleggið niður og dreifið því yfir. Skerið hvítlauksostinn í bita og raðið yfir. Grillið á grillinu þar til pizzan er bökuð í gegn, osturinn bráðnar og pizzan er byrjuð að brúnast fallega (tími mismunandi eftir grillum og hitanum á grillinu).
  4. Setjið hvitlauks eða chilli olíu yfir kantana, takið pizzuna af pönnunni áður en þið skerið hana í sneiðar.