Einfalt og gott kjúklingasalat

Hráefni:
1 poki veislusalat (100g)

2 kjúklingabringur

1 stórt avocadó eða 2 lítli

1/2 agúrka

1 krukka salatfeti frá Örnu

1/2 granatepli

 

Aðferð: 

  1. Skolið salatið og þerrið í salatvindu eða með eldhúspappír. Raðið salatinu á disk.
  2. Skerið eldruðu kjúklingabringurnar niður í stóra bita og raðið á salatið. Ef þið eruð að nota hráar kjúklingabringur, skerið þær þá niður í bita, kryddið með uppáhalds kjúklingakryddinu ykkar og steikið þær svo þar til bitarnir eru eldaðir í gegn.
  3. Skerið avocadóið og agúrkuna niður í stóra bita og raðið yfir.
  4. Setjið fetaostinn yfir salatið með olíunni.
  5. Takið fræin úr hálfu granatepli og raðið yfir salatið.

 

Svo er bara að njóta 🙂

Höfundur af þessari uppskrift og myndir er Linda Ben : http://lindaben.is/recipes/einfalt-og-fljotlegt-kjuklingasalat-sem-bragd-er-af/

2018-03-23T12:51:38+00:00 23. mars 2018|Laktósafríar uppskriftir, Matur og smáréttir|0 Comments