Jólin frá Örnu eru komin í verslanir

Jólin frá Örnu eru komin í verslanir. Jólin í ár koma í fallegri 170gr krukku af grískri jógúrt með piparkökubragði! Ljúffeng og jólaleg, hentug í millimál, baksturinn, eftirrétt eða hvað sem hugurinn girnist.
Grísk jógúrt í 1kg fötum

Hreina gríska jógúrtin frá Örnu er nú fáanleg í 1 kg fötum, fyrir þá sem vilja meira! Á sama tíma kom á markað Létt grísk jógúrt, sem er 4% feit og einnig óbragðbætt í 1 kg fötum. Áferðin er létt og silkimjúk og hentar eins og feitari gríska vel í ýmsa matargerð, jógúrtskálar og hvað […]
Sýrður rjómi frá Örnu

Það er okkur einstök ánægja að deila þeim fréttum með ykkur að sýrður rjómi frá Örnu er kominn á markað💜Það að sýrði rjóminn sé hrærður þýðir einfaldlega að hann er tilbúinn til notkunar, það þarf ekki að byrja á að hræra hann upp👩🍳Sýrði rjóminn frá Örnu er án laktósa og nú þegar fáanlegur í verslunum.
Haustjógúrt með íslenskum aðalbláberjum

Haustjógúrtin frá Örnu er fáanleg í verslunum um land allt í takmarkaðan tíma. Haustjógurtin er í grunnin grísk jógúrt sem við bragðbætum með nýtíndum íslenskum aðalbláberjum sem vaxa í fjallhlíðunum í kringum okkur hér fyrir vestan. Útkoman er algjört góðgæti og er varan mikið tilhlökkunarefni hjá mörgum ár hvert.
Innköllun á Örnu+ próteindrykkjum

Arna ehf. í Bolungarvík innkallar og varar við neyslu á Arna+ próteindrykkjum með súkkulaðibragði, jarðaberjabragði og kaffibragði sem eru með „Best fyrir 15.04“ merkingu. Við gæðaeftirlit fyrirtækisins kom í ljós Bacillus cereus örvera sem getur valdið matareitrun. Engar upplýsingar hafa borist um veikindi af völdum vörunnar. Neytendum er bent á að neyta ekki vörunnar og […]
Vorjógúrtin væntanleg í verslanir

Vorjógúrtin okkar er komin aftur og væntanleg í verslanir um allt land um og eftir helgi. Fyrir þá sem ekki vita, þá er vorjógúrtin okkar ljúffeng og silkimjúk grísk jógúrt, bragðbætt með dásamlegu sítrónuostakökubragð sem er bæði frískandi og kemur þér í vorfílinginn. Nældu þér í vorið í krukku í næstu verslun.
Jógúrt með íslenskum jarðarberjum

Arna hóf framleiðslu á nýrri árstíðarbundinni jógúrt í byrjun árs en hér er á ferðinni ljúffeng jógúrt sem bragðbætt er með útlitsgölluðum íslenskum jarðarberjum sem hafa verið tekin til hliðar vegna útlitsgalla og fara því ekki í sölu. Útkoman er virkilega bragðgóð og frískandi jógúrt með jarðarberjum.
Jólajógúrtin eru komin í verslanir

Jólajógúrtin frá Örnu eru komin í verslanir um land allt! Á aðventunni ilmar framleiðslan hjá okkur í Bolungarvík af jólum. Jólavörurnar frá Örnu í ár eru annars vegar jólajógúrt bragðbætt með eplum og kanil og hins vegar jólajógúrt bragðbætt með piparkökubragði. Báðar eru fáanlegar í verslunum um land allt í takmörkuðu upplagi fram til jóla, […]
Hækkun á lágmarksverði mjólkur

Í framhaldi af ákvörðun Verðlagsnefndar búvara um að hækka lágmarsverð mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólkurvörum hefur nýr verðlistli Örnu tekið gildi. Tilkynning um ákvörðun verðlagsnefndar hefur verið birt á vefsíðu Matvælaráðuneytisins. Listaverð mjólkurvara frá Örnu hækkar um 2,95%, að undanskildu nýmjólk, léttmjólk og rjóma en þau verð haldast óbreytt. Frekari upplýsingar fást á […]
Innköllun á kaffiskyri með kaffi og vanillubragði frá Örnu

Arna í Bolungarvík hefur tekið úr sölu og innkallað framleiðslulotu af kaffiskyri með kaffi og vanillubragði sem er merkt best fyrir 14.11.2024 þar sem að vara stenst ekki gæðakröfur. Neytendum sem hafa keypt vöruna með umræddri dagsetningu er bent á að hægt er að skila vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt […]