Nú þegar farið er að hlýna úti og sumar í lofti þá eru eflaust margir búnir að draga fram grillið.  Í þessari uppskrift er að finna bragðmikila jógúrt marineringu sem passar vel við kjúklinginn og salatfetinn á maís stönglana er punkturinn yfir i-ið.

Hráefni fyrir kjúklingaspjót:

 • 8 stk úrbeinuð kjúklingalæri
 • 200 g grísk jógúrt frá Örnu
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1 klípa af saffran, mulið niður (um það bil ¼-½ tsk)
 • ½ tsk túrmerik
 • sítrónusafi úr ½ sítrónu
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk pipar
 • 3 paprikur
 • 1 rauðlaukur

Hráefni fyrir maís stöngla:

 • 4 maís stönglar
 • 50 g smjör/smjörlíki við stofuhita
 • 1 krukka salatfeti frá Örnu (taka það mesta af olíunni frá)
 • Ferskt kóríander
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að kveikja á grillinu og koma upp góðum hita á því.
 2. Blandið saman í stóra skál gríska jógúrtinu, öllum kryddunum og sítrónusafanum.
 3. Skerið lærin í tvennt og bætið þeim ofan í marineringuna, látið marineringuna þekja öll lærin og leyfið að marinerast í allt frá 30 mín og allt að sólahring inn í ísskáp, því lengur því betra.
 4. Skerið paprikurnar og rauðlaukinn í bita, þræðið upp á spjótin fyrst einum læris bita, næst papriku og svo rauðlauk, endurtakið aftur.
 5. Setjið maísinn beint á grillið í laufunum og grillið í um það bið 20 mín, en snúið þeim á 5 mín fresti.
 6. Grillið kjúklingaspjótin í um það bil 20-25 mín og snúið einnig á 5 mín fresti.
 7. Á meðan maísinn er á grillinu, blandið þá saman mjúku smjöri/smjörlíki og fetaostinum saman, munið að hella af mestu olíunni fyrst af fetaostinum (ekki henda henni samt því hún er frábær í allskyns matargerð!).
 8. Takið maísinn og kjúlingaspjótin af grillinu þegar þau eru tilbúin. Hreinsið laufin og þræðina af maísnum og smyrjið hann með fetaost mulningnum, rífið nokkur kóríanderlauf yfir og kryddið með salti og pipar.

Myndir og uppskrift gerði Linda Ben http://lindaben.is/