Hollar bláberja pönnukökur, já þú heyrðir rétt, hollar!

Þessa girnilegu uppskrift töfraði Linda Ben fram úr erminni fyrir okkur en uppskriftirnar frá henni eru hver annarri girnilegri og er þessi engin undantekning.

Lykilhráefni í þessum pönnukökum er haustjógúrtin góða, það getur bara ekki klikkað 🙂

Hráefni: 

4 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

2 egg

1 frekar lítill banani

1 krukka grísk haustjógúrt

1 tsk vanilludropar

Mjólk eftir þörfum

3 dl fersk bláber

Aðerð:

  1. Setjið öll innihaldsefni fyrir utan mjólkina og bláberin saman í blandara og blandið þar til deig hefur myndast.
  2. Ef deigið er mjög þykkt, bætið þá mjólk út í deigið til að gera það þynnra eftir þörfum, gott að byrja á 2 msk, hræra saman og setja svo meira.
  3. Setjið bláberin í deigið og hrærið saman með sleikju.
  4. Setið deig á pönnu, u.þ.b. 1/2-1 dl, steikið á hvorri hlið á meðal hita, þar til pönnukakan er bökuð í gegn.

Uppskrift og myndir, Linda Ben https://lindaben.is/recipes/blaberja-ponnukokur-sem-eru-hollar-og-allir-elska/