Þessi sósa er besta kalkúna sósan að sögn Lindu okkar Ben og við höfum ekki nokkra ástæðu til þess að efast um að það sé rétt. Ef þú ætlar að elda áramótakalkún, þá viltu prófa þessa sósu, við erum handviss um að þið verðið ekki svikin! Uppskrift og myndir, Linda Ben https://lindaben.is/recipes/besta-kalkuna-sosan/

Það sem þarf: 

1/2 rauðlaukur

2 msk ólífu olía

50 g smjör

150 g sveppir

2 dl vatn

1 dl hvítvín

Soð af kalkúninum

1-2 msk fljótandi kjúklingakraftur frá Oscar

500 ml rjómi frá Örnu

1 msk rifsberjahlaup

Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið rauðlaukinn fínt niður. Steikið laukinn upp úr olíu og smjöri þar til hann verður mjúkur.
  2. Skerið sveppina frekar gróft niður og bætið þeim út á pönnuna og steikið þar til þeir verða mjúkir. Bætið vatni og hvítvíni út á sveppina og sjóðið í 1-2 mín.
  3. Bætið því næst 1 msk af kjúklingakraftinum út í og soðinu af kalkúninum.
  4. Bætið því næst rjómanum út á og náið upp suðunni.
  5. Bragðbætið með rifsberjahlaupi, meiri kjúklingakrafti og salt og pipar eftir þörfum. Sjóðið saman í nokkrar mín þar til sósan hefur þykknað.