Þessa girnilegu uppskrift af belgískum vöfflum með saltkaramellu, hindberjum og rjóma gerði Valgerður hjá GulurRauðurGrænn&Salt fyrir okkur og það er ekki hægt að segja annað en að maður fái hreinlega vatn í munninn. Þessar þurfið þið að prófa! Uppskrift og myndir, Valgerður: https://grgs.is/recipe/belgiskar-vofflur-med-saltkaramellu-rjoma-og-hindberjum/

Belgískar vöfflur

Hráefni:

1 og 3/4 bolli hveiti

1/4 bolli maizena mjöl

2 msk sykur

1 msk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

2 stór egg

1/2 bolli jurtaolía

2 tsk vanilludropar

1 bolli AB mjólk

3/4 bolli nýmjólk

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið í með písk
  2. Hrærið saman eggjum, vanilludropum, olíu, ab mjólk og mjólk og blandið smám saman við þurrefnin. Deigið á að vera þykkara en venjulegt vöffludeig
  3. Setjið 1/4 bolla af deigi í hvort hólf á 2ja vöfflu belgísku vöfflujárni
  4. Setjið tilbúnar vöfflur á grind svo að þær svitni ekki
  5. Raðið vöfflum á diska og toppið með saltkaramellu, rjóma og berjum

Saltkaramella

Það sem þú þarft: 

200 g sykur

90 g smjör í bitum

1/2 bolli rjómi

1 tsk sjávarsalt

Aðferð: 

Bræðið sykur við vægan hita og hrærið stöðugt í. Þegar sykurinn er bráðinn og orðinn vel gylltur, jafnvel svona “amber” litaður bætið þið smjöri út í í nokkrum bitum og hrærið aðeins í, hellið rjóma varlega saman við. Hrærið vel og bætið sjávarsalti út í að síðustu. Þessi skammtur passar fullkomnlega í krukkurnar undan haustjógúrtinu 🙂