Jólajógúrtin eru komin í verslanir
Jólajógúrtin frá Örnu eru komin í verslanir um land allt! Á aðventunni ilmar framleiðslan hjá okkur í Bolungarvík af jólum. Jólavörurnar frá Örnu í ár eru annars vegar jólajógúrt bragðbætt með eplum og kanil og hins vegar jólajógúrt bragðbætt með piparkökubragði. Báðar eru fáanlegar í verslunum um land allt í takmörkuðu upplagi fram til jóla, […]
Hækkun á lágmarksverði mjólkur
Í framhaldi af ákvörðun Verðlagsnefndar búvara um að hækka lágmarsverð mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólkurvörum hefur nýr verðlistli Örnu tekið gildi. Tilkynning um ákvörðun verðlagsnefndar hefur verið birt á vefsíðu Matvælaráðuneytisins. Listaverð mjólkurvara frá Örnu hækkar um 2,95%, að undanskildu nýmjólk, léttmjólk og rjóma en þau verð haldast óbreytt. Frekari upplýsingar fást á […]
Innköllun á kaffiskyri með kaffi og vanillubragði frá Örnu
Arna í Bolungarvík hefur tekið úr sölu og innkallað framleiðslulotu af kaffiskyri með kaffi og vanillubragði sem er merkt best fyrir 14.11.2024 þar sem að vara stenst ekki gæðakröfur. Neytendum sem hafa keypt vöruna með umræddri dagsetningu er bent á að hægt er að skila vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt […]
Hrein hafrajógúrt að grískum hætti fær heiðursverðlaun
Hrein hafrajógúrt að grískum hætti sem Arna framleiðir undir vörumerkinu Vera Örnudóttri hlaut heiðursverðlaun á matvælasýningunni International Food Contest í Herning í Danmörku dagana 1-3 október. Við erum virkilega lukkuleg með þennan heiður og af þessari vöru og okkar fólki Á meðfylgjandi mynd eru Sigurður Mikaelsson og Oddgeir Sigurjónsson sem tóku við verðlaununum fyrir hönd […]
Arna fremst í flokki framleiðslufyrirtækja í Maskínu 2024
Arna var valin fremst í flokki framleiðslufyrirtækja í Meðmælingu Maskónu árið 2024. Við erum virkilega þakklát og lukkuleg með þessa viðurkenningu og þökkum kærlega fyrir okkur. Tilgangur Meðmælingarinnar er að vekja athygli á og hampa þeim fyrirtækjum sem veita almenningi frábæra þjónustu. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Ólafur Þór Gylfason frá Maskínu og Óskar Örn […]
Haustjógúrtin er komin í verslanir
Nú er haustið á næsta leiti og berjailmurinn orðinn ríkjandi í vinnslusalnum hjá okkur hérna í Bolungarvík. Við höfum hafið framleiðslu á haustjógúrtinni okkar með íslenskum aðalbláberjum Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að haustjógúrtin verður nú aftur fáanleg í fallegri glerkrukku og nú með nýju og endurbættu útliti Haustboðinn ljúfi verður fáanlegur í […]
Kakómjólk frá Örnu er komin í verslanir
Við svörum kallinu! Það er okkur virkilega sönn ánægja að kynna á markað nýja vöru, sem mikið hefur verið spurt um í gegnum árin og er nú orðin að veruleika! Kakómjólk án laktósa frá Örnu er fáanleg í verslunum um land allt Hlýjar kveðjur frá Bolungarvík!
Sumarjógúrt
Sumarjógúrt með hindberja&sítrónubragði er nýjasta viðbótin í árstíðarbundnu vörunum okkar. Ómótstæðilegt hindberja&sítrónubragð sem kemur með sumarið til þín! Árstíðarbundnu vörurnar okkar hafa verið skemmtileg viðbót við vöruflóruna, rjómakennd grísk jógúrt, bragbætt með ýmsum gómsætum brögðum sem passa hverri árstíð fyrir sig. Á sama tíma og við byrjum að dreifa nýju sumarjógúrtinni með hindberja&sítrónubragði í verslanir, […]
ARNA+heilsuvörulína
Við kynnum nýja heilsuvörulínu á markað, ARNA+. ARNA+ er vörulína sem verður samsett af vörum frá Örnu sem hafa aukalega heilsusamlega kosti og viðbætur… eitthvað meira, eitthvað PLÚS. Fyrsta varan á markað eru ÖRNU+ próteindrykkirnir sem eru fáanlegir í þremur bragðtegundum, jarðarberja-, súkkulaði- og kaffibragði. Í hverri fernu af ÖRNU+ próteindrykkjum eru 30g af próteini. […]
Haustjógúrtin er komin í verslanir
Nú ilmar vinnslusalurinn hjá okkur í Bolungarvík af berjailmi og haustboðinn ljúfi, haustjógúrtin okkar góða er komin í verslanir um land allt. Sem fyrr er haustjógúrtin bragðbætt með íslenskum aðalbláberjum og verður fáanleg á meðan berjabirgðir endast inn í haustið. Það er því um að gera að næla sér í dós í næstu verslun.