Gómsætt lambagúllas

Lambagúllas er alveg dásamlega góður réttur sem auðvelt er að gera. Best er að byrja elda snemma og leyfa réttinum rétt að malla lengi þegar það hentar.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

U.þ.b. 650 g lambagúllas

Klípa af smjöri

1 laukur

3-4 gulrætur

2-3 hvítlauksgeirar

150 g sveppir

1 msk parikukrydd

1/2 msk oreganó

1/2 tsk timjan

2 stilkar ferskt rósmarín

Salt og pipar

500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

1 dl rauðvín (má sleppa)

Baunasprettur

Aðferð

  1. Skerið niður lauk, gulrætur, hvítlauk, sveppi og rósmarín niður.
  2. Setjið klípu af smjöri á pönnu og stekið lambagúllasið ásamt paprikukryddi, salti og pipar. Bætið grænmetinu og rósmarín á pönnuna og steikið þar til það er orðið mjúkt.
  3. Bætið oreganó, timjan, rjóma og rauðvíni út á pönnuna og leyfið öllu að malla rólega í u.þ.b. 20-30 mín. Smakkið til með meira af kryddunum.

    Berið fram með sprettum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook