Innköllun á kaffiskyri með kaffi og vanillubragði frá Örnu

Arna í Bolungarvík hefur tekið úr sölu og innkallað framleiðslulotu af kaffiskyri með kaffi og vanillubragði sem er merkt best fyrir 14.11.2024 þar sem að vara stenst ekki gæðakröfur.  

Neytendum sem hafa keypt vöruna með umræddri dagsetningu er bent á að hægt er að skila vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til Örnu.  

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Örnu í síma 456 5600 eða á netfanginu arna@arna.is