Einfaldur kjúklingaréttur bakaður í einu fati í rjómasósu

Hér höfum við ótrúlega góðan kjúklingarétt sem er afskaplega einfaldur að smella saman. Hann er virkilega hollur enda inniheldur hann mikið grænmeti og próteinríkan kjúkling. Það er stundum sem fjölskylan mín er ekkert alltof spennt þegar ég segi þeim að ég sé að elda hollan mat, en þessi máltíð fór langt fram úr væntingum þeirra og hrósuðu þessum rétt mikið.

Ég vona að þessi réttur eigi eftir að slá í gegn sömuleiðis hjá þér!

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1 haus brokkolí

3 gulrætur

150 g sveppir

800 g kjúklingalæri

1 msk oreganó

1 1/5 msk kjúklingakryddblanda

Salt & pipar

3 hvítlauksgeirar

250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

150 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Skerið brokkolíið, gulræturnar og sveppina niður og raðið í eldfastmót.
  3. Skerið kjúklingalærin niður og raðið yfir grænmetið, kryddið með oreganó, kjúklingakryddblöndu, salti og pipar.
  4. Rífið hvítlaukinn yfir kjúklinginn, hellið rjómanum yfir og dreifið osti yfir allt saman.
  5. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook