Haustsalat Jönu

Þetta haustsalat er að gera allt vitlaust. Um að gera að nýta íslenska blómkálið sem er komið í búðir.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

Grænmetisblanda í ofn: 

1/2-1 íslenskumr blómkálshaus

1/2 – 1 sæt kartafla

1 krukka soðnar kjúklingabaunir (vatninu hellt af og baunir skolaðar).

Smá ólífuolía

Salt og pipar

2-3 msk góð grænmetiskryddblanda

Salat:

1-2 handfylli af blönduðu salati

1 epli skorið í bita

4 msk pekanhnetur / eða hnetur sem ykkur þykir góðar

2 msk Salatostur frá Örnu

2 msk smátt saxaðir sólþurrkaðir tómatar

Handfylli sprettur

15 gr ferskt basil saxað gróft

15 gr fersk steinselja söxuð gróft

Dressing:

1/3 bolli góð ólífuolía

safi úr 1 lime

1 msk hlynsýróp/hunang

Salt&pipar

3 msk hempfræ

 

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C

Skerið blómkálið í lítil blóm

Skerið sætu kartöfluna í litla bita

Hellið vatninu af og skolið kjúklingabaunirnar

Blandið öllum hráefnum saman í ofnskúffu, hellið ólífuolíu yfir og kryddið yfir grænmetið.

Bakið í ofni í um 25 mínútur eða þar til grænmetið er orðið vel gullið.

Á meðan grænmetið bakast þá blandið saman í skál blönduðu salati, eplabitum, hnetum og salatosti, sólþurrkuðu tómötunum, sprettum, basil og steinselju. Blandið vel saman.

Bætið bakaða grænmetinu út í salatblönduna.

Því næst að útbúa dressinguna en þá er öllum hráefnum hrært vel saman og hellt yfir salatið.

Svo er að blanda öllu saman og njóta.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook