Grænn og dásamlegur sjeik

Grænn og dásamlegur sjeik, uppskrift úr eldhúsinu hennar Jönu.

Innihaldsefni

1,5 frosinn banani

2 frosnir spínat klumpar eða 2 lúkur ferskt spínat

1 pera frosin

1 kívi, flysjað

10 gr ferskt basil

3 cm engiferrót

1 msk kollagen

100 ml laktósafrí grísk jógúrt

100 – 150 ml vatn

Aðferð

  1. Bætið öllu í blandara og blandið þar til sjeikinn er klár.
  2. Skreytið glös með smá grískri jógúrt og hellið svo sjeik i glösin

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook