Próteinríkar grísk-jógúrtbollur með skinku og osti

Próteinríkar grískt jógúrtbollur með skinku og osti eru bragðgóðar og hollar bollur. Þær eru seðjandi og nærandi á sama tíma.

Þessar bollur eru fullkomnar sem nesti og líka til að eiga tilbúnar inn í ísskáp til að grípa í. Þær eru góðar einar og sér þar sem þær innihalda skinku og ost en það er líka mjög gott að skera þær þvert í helming, hita örsnöggt í örbylgju og smyrja með smjöri.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

400 ml grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

4 egg

200 g hveiti

40 g möluð hörfræ (setjið hörfræ í blandara til að mala þau)

1 tsk hvítlaukskrydd

1 tsk oreganó

1 tsk lyftiduft

1 tsk salt

150 g skinka

u.þ.b. 30 g spínat eða baby leaf

230 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum (skipt í tvo hluta, notað á 2 stöðum í uppskriftinni)

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Hrærið saman grísku jógúrti og eggjum í stóra skál.
  3. Bætið hveiti, möluðum hörfræjum, hvítlaukskryddi, lyftidufti og salti út í og hrærið saman við.
  4. Skerið niður skinku og spínatið í litla bita og hætið út í deigið ásamt 150 g af rifna mozzarella ostinum, hrærið saman.
  5. Setjið smjörpappír á ofnplötu og setjið u.þ.b. 1 kúfaða msk af deigi á plötuna til að gera eina bollu, passið að hafa gott bil á milli bollana á plötunni þar sem þær stækka mikið í ofninum. Dreifið það sem eftir er af rifna ostinum yfir bollurnar og bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til toppurinn á bollunum er byrjaður að brúnast.
  6. Kælið bollurnar og berið fram einar og sér, með smjöri eða öðru áleggi.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook