Það er svo gaman þegar farið er að styttast í vorið og páskana. Gleður mig alveg óendanlega mikið að sjá páskagreinarnar sem ég keypti um daginn springa út og gera svo páskalegar uppskriftir og deila þeim með ykkur hér.
Þessir kanínu kanilsnúðar eru klassísku mjúku kanilsnúðarnir sem ég held að þið flest öll ættuð að þekkja miðað við vinsældir þeirrar uppskriftar. Ég breytti bara ölítið magninu af hveiti í uppskriftinni svo snúðarnir myndu standa betur einir og sér.
Auðvitað er hægt að skreyta kanínu kanilsnúðana meira, til dæmis er hægt að gera svart glassúr og teikna augu og nebba til að gera kanínuna greinilegri, Það er líka hægt að skreyta þær með litríku kökuskrauti. En ég vildi hafa þær smá rustic og var því ekkert að flækja þetta meir.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
7 g þurrger
120 ml volgt vatn
120 ml volg mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
40 g sykur
80 g brætt smjör
1 tsk salt
1 egg
550 g hveiti
1 egg hrært í skál
Fylling:
120 g mjúkt smjör
2 dl sykur
2 msk kanill
Glassúr:
4 msk mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
400 g flórsykur
½ tsk vanilludropar
2 msk rjómaostur
2-3 msk heitt vatn
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.