Vatnsdeigsbollur með ananasbúðingnum hennar ömmu Dúu. Ég var að þrá ananasbúðinginn hennar ömmu Dúu um daginn en ég er alin upp við að fá hann í eftirrétt í matarboðum hjá ömmu. Þegar ég gerði hann um daginn var mér hugsað um bolludaginn sem nálgast óðfluga. Búðingurinn er nefninlega alveg stórkostleg fylling í vatnsbollur. Bollurnar eru svo toppaðar með hvítsúkkulaði ganas og örlítið af sítrónuberki.
Útkoman er dásamlega ferskar og ljúffengar bollur sem svíkja engann.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Vatnsdeigsbollur
125 g smjör
1 msk sykur
275 ml vatn
170 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
3-4 egg
Ananasbúðingur
2 egg
3 msk sykur
150 ml ananassafi (ég nota safann af ananas í stórri ananasdós (432 g))
Safi úr 1/2 sítrónu
4 blöð matarlím
250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
Hvítsúkkulaðitoppur
150 g hvítt súkkulaði
75 g rjómi
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.