Kartöflubátar í fetaostasósu.
Hér höfum við alveg trufflað góða kartöflubáta í æðislegri fetaostasósu. Kartöflubátarnir henta vel sem meðlæti með öðrum mat, hvort sem það er hversdags eða við fínni tilefni.
Það er afar einfalt að útbúa þennan rétt. Maður einfaldlega ofnbakar kartöflubátana og á meðan þeir eru inn í ofninum er kryddolíunni smellt saman og fetaostasósan útbúin með því að mauka fetaost saman við majónes. Ruuuuuglað gott þó ég segi sjálf frá. Þú einfaldlega verður að smakka!
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
1 kg kartöflur
2 msk steikingarolía
Salt og pipar
6 hvítlauksgeirar
1 dl hágæða jómfrúar ólífu olía
1 lúka ferskt basil
1 lúka ferskt timjan
Safi og börkur af ½ sítrónu
1 krukka 230 g Salatostur frá Örnu Mjólkurvörum
3 msk majónes
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.