Sætkartöflusúpa.
Þessi súpa er alveg æðislega bragðgóð. Hún er þykk, matarmikil og seðjandi, alveg eins og mér finnst súpur bestar. Þykktin kemur frá grænmetinu í henni sem er maukað, engin smjörbolla á ferð hér.
Súpan er krydduð með örlitlu chillí og cayenne pipar sem gerir hana smá spicy án þess að gera hana of sterka þar sem hún inniheldur einnig rjóma til að vega upp á móti því sterka. Krakkarnir mínir sem eru 2 og 8 ára borðuðu hana með bestu lyst, en ef þú hræðist sterku kryddin þá er um að gera að minnka magnið af þeim.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
1 rauðlaukur
ólífu olía
1 meðalstór sæt kartafla
1 rauð paprika
2-3 hvítlauksgeirar
1 dós niðursoðnir tómatar
1 tsk cumin krydd
1 tsk papriku krydd
¼ tsk chilli krydd
¼ tsk cayenne pipar krydd
2 stk kjúklingakraftar
1 líter vatn
250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
Salt og pipar eftir smekk
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.