Heimalagað hrært skyr með rjóma og ferskum berjum

Heimalagað hrært skyr með ferskum berjum eins og það var gert í gamla daga. Ég man að ég borðaði ógrynni af þessu sem krakki og elskaði að útbúa það sömuleiðis með ömmu í sveitinni.

Það er alveg sérstakt bragð sem kemur af heimagerðu hrærðu skyri sem er svo gott. Best er að bera það fram með rjómablandaði mjólk og ferskum berjum.

Uppskriftin er frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

400 g hreint skyr frá Örnu Mjólkurvörum

1 ½ msk sykur

1 ½ tsk vanilludropar

2 dl rjómi (skipt í tvo hluta)

1 dl mjólk

Fersk ber

Aðferð

  1. Setjið skyrið í hrærivél og hrærið það. Bætið út í sykri, vanilludropum og 1 dl rjóma, hrærið vel.
  2. Skiptið skyrinu á milli tveggja skála.
  3. Í mjólkurkönnu blandið saman mjólk og rjóma. Hellið yfir skyrið eftir smekk og skreytið með ferskum berjum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook