Þétt og blaut brownie

Þessi brownie er einstaklega ljúffeng! Hún er extra blaut og þétt en það besta er að hún er alls ekki óholl. Það er merkilega lítill sykur í uppskriftinni en það er samt ekki hægt að finna það á bragðinu. Kakan er glútein laus en hún inniheldur möndlumjöl í staðin fyrir hvítt hveiti.

Þessi er fullkomin í helgarbaksturinn ef þú spyrð mig!

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Þétt og blaut brownie

175 g dökkt súkkulaði

60 g smjör/smjörlíki

1 ½ dl sykur

350 g Kaffi og súkkulaði grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum (ein full dós og 3/4 af annari)

2 tsk vanilludropar

4 egg

1 ¼ dl möndlumjöl

1 ¼ dl kakó

½ tsk sjávarsalt

Krem:

200 g dökkt súkkulaði

2 dl rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð

  1. Stillið ofninn á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Bræðið saman súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði eða inn í örbylgju og blandið saman saman. Bætið sykrinum saman við ásamt gríska jógúrtinu og vanilludropunum, blandið saman. Setjið eitt egg út í í einu og hrærið á milli.
  3. Blandið saman möndlumjöli, kakóinu og sjávarsalti í aðra skál og bætið því svo saman við súkkulaðiblönduna.
  4. Smyrjið 25×25 form og hellið deiginu í formið. Bakið inn í ofni í 30-40 mín eða þar til endarnir eru byrjaðir að losna frá hliðum formsins.
  5. Á meðan kakan er inn í ofninum búið þá til kremið. Hitið rjóma í potti þar til hann er nánast byrjaður að sjóða. Setjið súkkulaðið í skál og hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðið, hrærið saman þar til krem myndast.
  6. Takið kökuna úr forminu og leyfið henni að kólna á grind, hellið kreminu yfir. Skerið kökuna svo í bita.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook