Ef þú ert að leita þér að alveg skotheldum ís til að bera fram í eftirrétt, þá er þetta ísinn sem þú ert að leita af. Kökudeig og ís er klassísk og algjörlega ómótstæðilleg tvenna, hvað þá þegar þú ert kominn með Nóa Kropp og þykka karamellusósu líka!
Kökudeigið inniheldur ekki egg svo ef þú notar gerilsneiddar eggjarauður í brúsunum til að gera ísinn þá þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu hráu til dæmis fyrir óléttar konur og börn.
Eins og alltaf með ís er gott að gera hann með góðum fyrirvara sem hentar vel þegar maður er með stórt boð eða veislumat svo sem á jólum og áramótum. Ég a.m.k. geri alltaf ísinn nokkrum dögum fyrir svona stóran viðburð og finnst það mjög þægilegt.
Þessi ís er alveg svakalega góður og ég er viss um að hann eigi eftir að slá í gegn hjá þér hjá bæði börnum og fullorðnum.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Kökudeig
150 g hveiti
1/2 tsk matarsódi
60 g sykur
60 g púðursykur
3 msk smjör
4 msk karamellu Örnu jógúrt með AB-gerlum frá Örnu Mjólkurvörum
100 g suðusúkkulaði
Ís
6 eggjarauður
170 g púðursykur
500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
150 g Nóa Kropp
U.þ.b. 1 dl þykk karamellusósa
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.