Heimagerður ís með kökudegi

Innihaldsefni

Kökudeig

150 g hveiti

1/2 tsk matarsódi

60 g sykur

60 g púðursykur

3 msk smjör

4 msk karamellu Örnu jógúrt með AB-gerlum frá Örnu Mjólkurvörum

100 g suðusúkkulaði

 

Ís

6 eggjarauður

170 g  púðursykur

500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

150 g Nóa Kropp

U.þ.b. 1 dl þykk karamellusósa

 

Aðferð

  1. Setjið hveiti, matarsóda, sykur og púðursykur í skál og blandið saman.
  2. Setjið smjörið og jógúrtið í skálina og hrærið saman þar til deigið hefur samlagast og orðið klístrað. Það tekur svolitla stund að hræra það saman svo látið hrærivélina ganga þar til deigið hefur tekið sig.
  3. Skerið súkkulaðið í bita og bætið út í deigið, hrærið saman.
  4. Útbúið kúlur úr deiginu, u.þ.b. 1/2 msk deig hver kúla, og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Setjið í kæli.
  5. Þeytið rjómann.
  6. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annari skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.
  7. Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðu blönduna með sleikju.
  8. Takið hringinn af 22 cm smelluformi (ekki botninn), smyrjið hringinn og klæðið með smjörpappír (smjörið er sett fyrst svo smjörpappírinn límist við formið og gerir ferlið mun auðveldara), setjið fomið á fallegan disk sem þið viljið bera ísinn fram á (athugið hvort þetta passi ekki örugglega saman í frystinn fyrst).
  9. Hellið Nóa Kroppinu í botninn á forminu þannig að það fyllir alveg í botninn, geymið það sem eftir er. Setjið u.þ.b. 1/3 af ís”deiginu” og raðið 1/3 af kökudeigskúlunum ofan á. Hellið aftur 1/3 af ís”deiginu” yfir og aftur 1/3 af kökudeigskúlunum. Hellið það sem eftir er af ísnum yfir, sléttið úr “deiginu”, setjið plastfilmu yfir og setjið í frystinn. Frystið í a.m.k. yfir nótt.
  10. Rúllið það sem eftir er af smákökudeiginu fallega upp og geymið inn í ísskáp.
    Þegar ísinn hefur tekið sig og er frosinn í gegn, takið þið smelluformið + smjörpappírinn frá.
  11. Hellið karamellusósunni yfir og látið hana þekja efsta lag íssins. Raðið Nóa kroppi og kökudeigi ofan á ísinn. Berið fram strax.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023