Hér höfum við virkilega góða ístertu sem bragðast eins og Tiramisu. Ístertan er mjög sparileg og fáguð, hentar því vel við fínni tilefni þegar maður vill gera extra vel við sig.
Ísinn sjálfur er blandaður saman við mascapone ostinn ítalska sem gerir hann silkimjúkann og örlítið þéttari sem kemur virkilega vel út. Lady finger kexkökum er raðað í ísformið og fylltar af kaffi áður en ísdeiginu er hellt yfir. Þegar helmingurinn af ísnum er kominn í formið setur maður annað lag af kaffifylltum lady finger kexkökum og fyllir svo upp með mascapone ísdeigi. Ísinn er látinn vera svolitla stund upp á borði áður en hann er settur í frystinn svo ísdeigið fari líka inn í kexkökurnar. Þegar ísinn hefur verið í frysti í a.m.k. í 12 klst er hann tekinn úr smelluforminu og kakó sigtað yfir.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
200 g púðursykur
6 eggjarauður
500 ml rjómi
250 g mascarpone ostur
1 pakki Lady Finger kexkökur
1 dl sterkt kaffi
1/2 kakó
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.