Þessi uppskrift af Toblerone ís er sú allra besta sem ég hef prófað. Ætli það séu ekki svona 10 ár síðan ég gerði hana fyrst og án undantekninga er ég beðin um uppskriftina. Ég held að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar nota ég eggjahvíturnar líka og stífþeyti þær og hræri varlega saman við ísblönduna í lokin, hinsvegar er bara mjög mikið Toblerone í henni, bæði brætt og saxað. Og síðan en ekki síst hef ég notað Örnu rjómann síðan hann kom á markað og því er ísinn ekki eins þungur í magann en mér finnst muna miklu að nota laktósafrían rjóma.
Þessi uppskrift er frekar stór og ég mæli með að setja blönduna í 2 meðalstór form eða bara skipta niður í þau form sem ykkur hugnast.
Og svo til þess að toppa þetta algerlega mæli ég með súpereinfaldri Toblerone sósu með.
1 dl rjómi frá Örnu, örlítið meira ef þið viljjið sósuna þynnri
Aðferð
Aðskilið eggin og takið hvíturnar frá.
Þeytið eggjaruður og sykur vel saman þar til létt og ljóst
Bræðið 200g af toblerone yfir vatnsbaði og saxið rest
Stífþeytið rjómann í einni skál og stífþeytið eggjahvíturnar í annarri
Kælilð brædda toblerone-ið aðeins og blandið því svo varlega saman við eggjarauðu blönduna.
Hrærið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna ásamt söxuðu toblerone-i
Að lokum hrærið þið varlega stífþeyttu eggjahvítunum vel en varlega saman við ísblönduna með sleikju. Skiptið í form og frystið í að minnsta kosti 5 tíma en helst yfir nótt.
Fyrir sósuna þá setjið rjóma í pott og hitið að suðu. Bætið toblerone-i saman við og hrærið vel saman við vægan hita. Þegar súkkulaðið er brætt, þá er sósan tilbúin.