Ís a lamande

Innihaldsefni

3 eggjahvítur

3 eggjarauður

75 g sykur

1 vanillustöng

250 ml. 36% rjómi frá Örnu

100 g marsipan

75 g möndlur, smátt saxaðar

75 g dökkt súkkulaði, saxað

Kirsuberjasósa

Aðferð

  1. Skál 1, byrjið á að þeyta rjómann, geymið.
  2. Skál 2, þeytið eggjahvíturnar og bætið helming af sykrinum saman við smátt og smátt. Hrærið þar til eggjahvíturnar eru orðnar eins og marengs á þykkt.
  3. Skál 3, þeytið eggjarauðurnar með helming af sykrinum og fræjum úr vanillustönginni. Þeytið þar til blandan er orðin létt og ljós.
  4. Setjið eggjahvíturnar og rjómann saman við eggjarauðublönduna varlega saman við sleif.
  5. Blandið marsipan, möndlum og súkkulaðinu þá einnig varlega saman við með sleif. Setjið í form og setjið smá af kirsuberjasósu yfir ísinn. Takið gaffal og blandið kirsuberjasósunni varlega saman við ísinn.
  6. Setjið lok eða filmu yfir ísinn og látið í frysti í að minnsta kosti 12 klst.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023