Æðislegar heimabakaðar piparkökur sem eru svolítið mjúkar og einstaklega bragðgóðar. Leynitrixið til að fá þær mjúkar er að fletja deigið út þar til það er u.þ.b. 1/2 cm þykkt (ekki of þunnt) og baka ekki of lengi.
Svo er um að gera að leyfa krökkunum að skreyta piparkökurnar eða hreinlega gera það sjálf en það er mjög skemmtilegt líka.
Setjið smjörið í hrærivél og þeytið þar til orðið ljósara og loftmikið.
Bætið púðursykrinum og sírópinu út í, þeytið þar til létt og ljóst.
Bætið egginu út í og þeytið. Bætið þá vanilludropunum og mjólkinni saman við og þeytið.
Setjð hveiti, kanil, engiferkrydd, múskat, negul, matarsóda og salt í skál og hrærið saman. Bætið hveitinu út í eggjablönduna og hrærið varlega saman.
Setjið deigið í plastfilmu og kælið í 2 klst inn í ísskáp.
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.
Fletið deigið út þar til það er um það bil ½ cm á þykkt.
Skerið það út með smákökufomum og fletið á smjörpappír.
Bakið í u.þ.b. 9-10 mín eða þar til brúnirnar á kökunum eru byrjaðar að brúnast.
Endurtakið skref 7-9 þar til deigið er búið.
Kælið og útbúið glassúr.
Byrjið á að setja 2 msk mjólk og hrærið saman, ef glassúrinn er of þykkur, bætið þá við ½ msk og hrærið, ef ennþá of þykkur setjið þá aðra ½ msk. Glassúrinn á að vera þykk fljótandi.
Setjið mjóann og fíngerðan hringlaga sprautustút (ég notaði nr 2 frá Wilton) á sprautupoka, skreytið að vild.
Ef að lítil börn vilja skreyta kökurnar sem ráða ekki við sprautupoka, þá er sniðugt að setja svolítið meira af mjólk út í flórsykurinn og leyfa þeim að pensla glassúrið á.