Bakaðar perur með kanil og engifer

Hollur og girnilegur morgunverður að hætti Jönu okkar.

 

 

Innihaldsefni

2 per­ur

Smá bút­ur af fersku engi­fer rif­in

2 msk. kó­kos­mjöl

4 tsk. akas­íu hun­ang eða sæta að eig­in vali

¼ tsk. malaður kanill

2 msk. saxaðar val­hnet­ur

½ -1 bolli grísk jóg­úrt

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 190°C.
  2. Skerið per­ur í tvennt endi­lang­ar.
  3. Setjið í eld­fast mót.
  4. Stráið kó­kos­mjöli, kanil, rifnu engi­fer, hun­angi og val­hnet­um yfir peru­bit­ana.
  5. Bakið í ofn­in­um í um það bil 20 mín­út­ur.
  6. Takið 2-4 diska.
  7. Dreifið jóg­úrt á hvern disk og setjið síðan peru­bit­ana ofaná jóg­úrt­ina, það má jafn­vel dreifa ögn meiri sætu ofan á.
  8. Berið fram og njótið vel.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook