Hrekkjavökuhugmynd – Pöddupizza

Pöddupizza er sniðug einföld og ljúffeng hugmynd fyrir Halloween fyrir bæði börn og fullorðna. Maður einfaldlega skiptir pizzadeigi í 4 hluta, fletur þá út og setur sósu og ost. Svo notar maður ólífur, pepperóní og papriku til að gera pöddur.

Svo til að gera pizzurnar aðeins meira krúttlegar er sniðugt að setja nammi augu á pepperóníið, en það þarf samt ekki frekar en maður vill 👻

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Pizzadeig skipt í 4 hluta (annað hvort keypt tilbúið eða heimatilbúið)

Pizzasósa

Rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum

Svatar ólífur – heilar, steinlausar

Pepperóni

Rauð paprika

Nammi augu

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 230°C, undir og hita.
  2. Skiptið pizzadeiginu í 4 hluta og fletjið hvern hluta út.
  3. Smyrjið deigin með pizzasósu og dreifið rifnum osti yfir.
  4. Setjið pepperóní á pizzurnar og skerið paprikuna í mjög þunnar sneiðar og skerið hverja sneið í bita.
    Raðið bitunum upp við pepperóníið svo það myndist padda.
  5. Setjið heila ólífu á pizzurnar og skerið nokkrar ólífur í sneiðar, raðið sneiðunum hliðiná heilu ólífunum svo það myndist padda.
  6. Bakið inn í ofni þar til osturinn byrjar að gyllast.
  7. Raðið nammi augum á pepperóníið.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook