Hér höfum við alveg dásamlega góðan chiagraut sem er upplagt að útbúa daginn áður og borða í morgunmat. Hann inniheldur dásamlega haustjógúrtið frá Örnu sem margir bíða allt árið eftir að komi í búðir. Það kemur í takmörkuðu upplagi þar sem notast er við nýupptekin íslensk aðalbláber til að búa til jógúrtið.
Þó svo að hægt sé að útbúa þennan graut daginn áður þarf alls ekki að bíða svo lengi til að geta borðað hann. Nóg er að leyfa chia fræjunum að draga í sig vatnið í 10 mín áður en bláberjajógúrtinu er bætt út í, og svo er hægt að borða grautinn beint.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
1 msk chia fræ
2 msk hafrar
1 dl vatn
200 g íslensk hausthógúrt með íslenskum aðalbláberjum
1/2 banani
1 msk möndlusmjör
1 msk saxaðar döðlur
1 tsk kókosmjöl
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.