Hindberja og kókos chia dásemd

“Rjómalegur” og stútfull af mettandi fitu og próteini, þessi hindberjakókos chia búðingur er frábær morgunmatur eða sem snarl og tekur aðeins 5 mínútur að útbúa og geymist inni í kæli yfir nótt.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1 bolli hindber (fersk eða frosin)

1 msk hlynsíróp eða sætuefni að eigin vali

2 tsk lime safi

2 cm ferskt engifer, skrælt og rifið 

1 dós laktósafrítt bláberjaskyr 

1/2 bolli kókosmjólk

1 msk kókosmjöl

1/2 msk hempfræ

3 msk chiafræ

Aðferð

  1. Settu hindberin og hlynsírópið í blandarann eða notaðu töfrasprota. Ef þú ert að nota frosin hindber taktu þau út til að þau fá að þiðna.
  2. Bætið því næst restinni út í og hrærið vel.
  3. Setjið inn í ísskáp í lokað ílát og geymið yfir nótt.
  4. Toppið með gjarnan með smá hindberjum, hlynsýrópi og granóla

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook