Chia skyrskál

Chia skyrskál.

Hér höfum við afskaplega hollan og bragðgóða skyrskál sem er stútfull af góðri næringu og keyrir okkur í gang. Hentugt sem morgunmatur eða millimál.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1 msk chia fræ

1/2 dl vatn

200 g Örnu skyr með vanillubragði

1 msk hnetusmjör

Ristaðar kókosflögur

½ banani

100 g brómber eða önnur ber að eigin vali

Aðferð

  1. Blandið saman vatni og chia fræjum, leyfið þeim að draga allan vökvann í sig þannig að þau verði að geli.
  2. Þegar chia fræin eru orðin að geli, blandið þeim þá saman við vanillu skyrið.
  3. Setjið í skál og toppið með hnetusmjöri, banana sneiðum, ristuðum kókosflögum og berjum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook