Hér höfum við æðislega gott og orkumikið kjúklingasalat sem er alveg stútfullt af hollustu.
Maður byrjar á því að elda sætu kartöflurnar og sveppina, svo sker maður restina af innihaldsefnunum niður og blandar öllu saman í skál. Kryddar svo með chillí olíu (eða annari olíu ef maður fýlar ekki sterkt), salti og pipar og smá meira af þurrkuðu chillí ef vill.
Þetta er alveg virkilega fljótlegur réttur og bráðhollt, alveg eins og við viljum hafa hlutina 👌🏻
Uppskrift og myndir eru frá Lindu Ben.
3 foreldaðar kjúklingabringur
1-2 forsoðnar rauðrófur
1/2 sæt kartafla (eða ein lítil)
75 g klettasalat
2 dl bláber
100 g sveppir
1 msk sólblómafræ
100 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum
U.þ.b. 2 msk chillí olía (eða önnur ólífu olía ef þið viljið ekki hafa salatið sterkt, líka hægt að setja 1 msk chillí og 1 msk venjuleg olía)
Salt og pipar
Þurrkað chillí eftir smekk
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.