Heimagerðar ostafylltar brauðstangir sem þú átt eftir að elska!
Þessar brauðstangir eru einstaklega djúsí, fullar af osti og löðrandi í kryddolíu. Þessar átt þú eftir að gera aftur og aftur því get ég lofað.
Það er líka mjög einfalt að búa þær til. Maður einfaldlega fletur deigið út, setur fullt af osti í miðjuna, lokar deiginu og bakar inn í ofni í 20 mín. Á meðan deigið er inn í ofni er kryddolían útbúin með því að blanda saman ólífu olíu, hvítlauk, pizzakryddi og örlítið af þurrkuðum chillí sem er svo smurt yfir deigið þegar það kemur út úr ofninum. Svo er bara að skera það í sneiðar og dýfa í pizzasósu, namm!! 😋👌
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
200 g rifinn mozarella ostur fra Örnu Mjólkurvörum
1 dl ólífuolía
1 hvítlauksgeiri
1 msk pizza kryddblanda (ég notaði frá Nicolas Vahé)
¼ tsk þurrkað chillí
Salt
Pizzasósa
Ferskur parmesan (má sleppa)
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.