Marengsterta með kókosbollu rjómafyllingu og berja toppi er algjörlega besta marengsterta sem ég hef smakkað lengi!
Marengsinn sjálfur inniheldur bæði púðursykur og rice crispies sem gerir hann einstaklega góðan. Hann er svolítið eins og karamella og einstaklega bragðgóður! Uppskriftin af þessum botni er margra ára gömul frá mömmu minni og hefur verið bökuð óteljandi oft við eindæma góðar viðtökur í hvert sinn.
Ég er mjög skotin í því að baka marengstertur eins og skál í staðin fyrir tvo botna sem leggjast ofan á hvorn annan. Fallegast finnst mér þegar ég nota bakhlið af skeið og slétti hliðarnar. En það er þó ekkert heilagt, það er algjörlega hægt að baka kökuna sem tvo botna ef áhugi er fyrir því.
Fyllingin er frekar einföld svo hvert bragð nýtur sín til fulls. Kókosbollurnar passa fullkomlega með rjómanum og karamellulega botninum, svo koma berin með léttleikann og ferskleikann. Fullkomin blanda ef þú spyrð mig.
Þessi kaka sló algjörlega í gegn hér, við gátum að bara ekki lagt gafflana frá okkur með þessa köku á borðinu, svo góð var hún. Ég er því alveg viss um að hún á eftir að slá í gegn hjá þér líka! ❤️
Uppskrift og myndir eru frá Lindu Ben.
4 eggjahvítur
1 dl púðursykur
2 dl sykur
100 g rice crispies
7 dl rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
3 kókosbollur
1 dl smátt skorin jarðaber
1 dl önnur ber, t.d. bláber eða brómber
u.þ.b. 150 g sulta (ég notaði St. Dalfour Four Fruits)
2 msk vatn
Fersk ber til að skreyta með
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.