Þessi marengsterta er alveg dásamlega góð og minnir okkur á gömlu tímana en þó með nýjum snúning.
Perurunar eru látnar malla í smjöri og sykri sem veldur því að þær verða mjúkar og fá á sig karamelluhúð.
Marengsinn sjálfur inniheldur Rice Crispies sem verldur því að hann verður extra stökkur og loftmikill.
Það er um að gera að baka marengsbotnana með góðum fyrirvara, ég geri þá oft með viku fyrirvara og geymi við stofuhita. Svo smelli ég þeim saman með nokkura klukkutíma fyrirvara og geymi í kæli.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
4 eggjahvítur
¼ tsk cream of tartar
¼ tsk salt
60 g púðursykur
200 g sykur
50 g Rice Crispies
400 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
6 litlar perur (4 venjulegar)
30 g smjör
1 dl sykur
½ dl Nóa Kropp, kramið að hluta (má sleppa)
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.