Grænmetislasagna með pestó

Grænmetislasagna með pestó.

Bragð- og matarmikið lasagna fullt af rifnum mozzarella osti sem gerir það einstaklega djúsí. Það er inniheldur mikið grænmeti og ekkert kjöt. Pestóið milli lagana gerir það bragðmeira og ótrúlega gott. Þetta verður þú að smakka!

Þetta er stór uppskrift og því fullkomið til að borða afgangana daginn eftir sem er ekki síðra þá.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

2 msk ólífu olía

1 rauðlaukur

½ grasker (Butternut squash)

250 g sveppir

2 gulrætur

1 rauð paprika

2 hvítlauksrif

400 g rauðar nýrnabaunir

1400 ml pastasósa

1 msk ítölsk kryddblanda

Salt og pipar

U.þ.b. 12 lasagnablöð

150 g grænt basil pestó

400 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C og undir+yfir hita.
  2. Skerið rauðlaukinn niður og steikið ásamt olíu í djúpri pönnu. Skerið graskerið, sveppina, gulræturnar og paprikuna, bætið út á pönnuna og steikið.
  3. Rífið hvítlaukinn niður og bætið út á pönnuna ásamt nýrnabaunum.
  4. Bætið pastasósunni út á og kryddið með ítalskri kryddblöndu og salt&pipar.
  5. Leyfið sósunni að malla svolítið á pönnunni á meðal hita og hrærið reglulega í.
  6. Setjið sósu í botninn á stóru eldföstumóti (gott að miða við að skipta sósunni í 3 hluta) setjið pastablöð yfir, pestó yfir það og svo rifinn ost.
  7. Endurtakið skref 6 tvisvar sinnum.
  8. Leggið álpappír yfir eldfastamótið og bakið inn í ofni í u.þ.b. 45 mín. Takið álpappírinn af og leyfið ostinum að brúnast.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook