Vatnsmelónupizza

Eitt sem við gerðum um daginn og krakkarnir elskuðu var að gera vatnsmelónu pizzu. Þetta er alveg ótrúlega einfalt og skemmtilegt, Maður einfaldlega sker vatnsmelónu eins og pizzusneiðar, setur rjóma á sneiðarnar og skreytir svo með berjum og myntu eða bara hverju sem er, súkkulaði er örugglega geggjað. Ég vona að þið eigið eftir að hafa gaman við að skella í þessa uppskrift.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1/2 vatnsmelóna

500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

Hindber

Bláber

Fersk mynta

Aðferð

  1. Skerið vatnsmelónu í sneiðar þvert og skerið svo hvern hring í sneiðar, eins og pizzusneiðar.
  2. Þeytið rjómann og setjið u.þ.b. 1 msk af rjóma á hverja sneið og skreytið svo með berjum eða því sem ykkur langar í.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook