Ostafyllt naan brauð

Hér höfum við fræga naan brauðið sem hefur verið hér á síðunni frá upphafi, en nú fyllt með osti. Þessi útfærsla varð til þegar mig langaði í eitthvað ótrúlega gott og djúsí naan brauð um daginn og ákvað þá að fylla það með osti.

Það kom svo ótrúlega vel út að ég bara einfaldlega varð að deila þessu með ykkur, ég vona að þið eigið eftir að smakka og elska!

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

150 ml vatn

2 tsk þurrger

2 tsk sykur

50 g smjör

330 g hveiti

1/2 tsk salt

50 ml (1/2 dl) hrein AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

150 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum

Garam masala

Sjávar salt

Aðferð

  1. Blandið þurrgeri og sykri út í vatnið.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna örlítið.
  3. Setjið hveiti í skál og blandið saman við gervatninu, saltinu, ab-mjólkinni og brædda smjörinu. Hnoðið deiginu saman.
  4. Leyfið deiginu að hefast í 30-60 mín.
  5. Skiptið deiginu og rifna ostinum í 6 hluta, hnoðið rifna ostinum inn í hvern hluta af deigi og fletjið svo hlutana út.
  6. Kryddið deigið með garam masala og sjávar salti.
  7. Steikið deigið á pönnu upp úr 1 msk af smjöri á hvorri hlið.
  8. Berið brauðið fram heitt.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook