Ef þú ert að leita þér af einstaklega góðum fiskrétt þá er leitin á enda. Þessi réttur er einfaldur og rosalega bragðgóður, léttur og ljúffengur. Þetta er uppáhalds fiskrétturinn minn þessa stundina. Ég smakkaði svipaðan rétt heima hjá tengdó um daginn og þetta er mín útfærsla af honum.
Þorskhnakkarnir eru hjúpaðir með eggjum og hveiti og steiktir upp úr smjöri. Rjómasósu og osti er svo bætt út á pönnuna og þorkhnakkarnir bakaðir í sósunni inn í ofni. Þeir eru svo bornir fram á sætkartöflumús og toppaðir með fersku klettasalati.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
800 g þorskhnakkar
1 egg
100 g hveiti
Salt og pipar
Tvær meðal stórar sætar kartöflur
100 g smjör + 2 msk í sósuna og 2 msk á pönnuna.
1/2 tsk vaniludropar
1/2 laukur smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar
300 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
1 tsk sætt sinnep
100 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörur
200 g kirsuberjatómatar
200 g klettasalat
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.